Markviss málörvun

144 6A Sögur með tveggja hljóða orðum Leiðbeiningar Börnin sitja í hálfhring fyrir framan kennarann. Kennarinn les stutta sögu þar sem tveggja hljóða orð koma fyrir. Fyrst les hann alla söguna hátt fyrir börnin. Næst fá börnin að segja tveggja hljóða orðin í hvert skipti sem þau koma fyrir í sögunni. Því næst er hægt að rannsaka orðin eins og stungið er upp á í 6B, tveggja hljóða orðaleikjum. Hjálpargögn Tveir kubbar á hvert barn í mismunandi litum. Dæmi um leik Kennarinn: Nú ætla ég að lesa sögu um lítinn ííí.. sss. Hvað sagði ég? Ég sagði ííí..sss. – Getið þið giskað á hvað sagan fjallar um? Hlustið þið aftur. Íssss. – Já, það er rétt, sagan fjallar um lítinn ís, ísss.ssss. Það var gott hjá ykkur að geta giskað á það. – Hvers vegna hljómar ís öðruvísi en vant er? Jú, það er vegna þess að ég segi orðið svo hægt. Þegar ég segi orð mjög hægt, getum við heyrt öll hljóðin inni í orðinu. Það eru nefnilega hljóð inni í orðunum. – Prófið að segja ís hægt, íss....sss. Börnin: Endurtaka í kór: Ísss...sss. Kennarinn: Nú les ég söguna fyrir ykkur. Það var einu sinni ííí....ssss. Þessi litli íííí....sss lá í frystikistu við hliðina á stórum íííí....ssss. Þessi litli ííí...sss hafði legið lengi í frystikistunni því að enginn vildi borða svona lítinn íííí...ssss. Svo þessi litli ííí...sss lá í frystikistunni og lét sér leiðast. 6A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=