Markviss málörvun

143 Hjálpargögn Myndir Í mörgum leikjanna eru notaðar myndir. Speglar Litlir handspeglar eru nauðsynleg hjálpartæki því þá geta börnin séð sína eigin talstöðu. Kubbar Hljóðin verða áþreifanlegri þegar kubbar eru notaðir, það er næstum því hægt að sjá og þreifa á hljóðunum. Notið kubba í mismunandi litum, þá hefur hvert hljóð sinn lit og verður þannig greinilegra. Til athugunar Rannsóknir sýna að vinna með sundurgreiningu og samtengingu hljóða er lang viðkvæmasti og um leið mikilvægasti þátturinn í sambandi við lestrarnámið. Þess vegna er mjög mikilvægt þegar leikið er við börnin með hljóðin að þess sé vel gætt að þau séu öll með. Nauðsynlegt er að hjálpa börnunum og gera hljóðin eins áþreifanleg fyrir þau og mögulegt er. Það eru margar leiðir til þess að gera hljóðin áþreifanlegri. 1. Börnin geta hlustað á hljóðin. 2. Börnin geta séð hljóðin. Þau leggja kubba, benda á kubba, telja kubba. Þau horfa á sinn eigin munn (í spegli) og munn hinna barnanna og sjá hvernig talstaðan breytist við hvert orð. 3. Börnin geta fundið hljóðin. Börnin þreifa á sínum eigin munni og finna hvernig talstaðan breytist með hverju hljóði. Þau geta tekið eftir tungustellingunni, hvernig tungan hreyfist. Í þessum flokki leikja er sérstaklega mikilvægt að muna eftir leikgleðinni. Þegar byrjað er að vinna með hljóð er æskilegt að skipta hópnum þannig að unnið sé með fá börn í einu. 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=