Markviss málörvun

141 5Þ Orðaleikur Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn réttir börnunum lítil spjöld með mynd. Börnin eiga að finna fyrsta hljóð þess sem er á myndinni. Hjálpargögn Lítil spjöld, hvert með einni mynd, jafnmörg og börnin eru í bekknum. Tafla, flettitafla, krít, tússpenni, Málhljóðaspilið. Dæmi um leik Kennarinn: Biður barn að segja fyrsta hljóð þess sem er á spjaldinu. Barnið: R...... Börnin: Endurtaka í kór. Kennarinn: Biður barnið að segja orðið sem byrjar á þessu hljóði. Barnið: R...efur. Hvert barn segir sitt hljóð og orðið sem byrjar á því hljóði. Kennarinn skrifar orðin á töfluna og börnin lesa orðin saman. Til athugunar Kennarinn getur skrifað orðin á spjöld sem sett eru upp í stofunni. 5Þ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=