Markviss málörvun

140 5Z Óskaleikurinn II Leiðbeiningar Leikurinn fer eins fram og Fram, fram fylking. Látið börnin læra vísuna áður en leikurinn hefst. (Allir mega óska sér). Kennari og eitt barn mynda brú með höndunum og hin börnin ganga undir brúna meðan þau syngja vísuna. Barn sem tekið er til fanga má óska sér. Orðið er sagt með ýktu forhljóði. Dæmi um leik Börnin: Ganga í hring undir brúna um leið og þau syngja. (Lag: Sælt er að eiga sumarfrí). Allir mega óska sér, sem undir brúna koma hér. Ef þú veist hvers óska ber, þá óska máttu þér. Það barn sem tekið er til fanga í lok vísunnar má óska sér einhvers hlutar. Kennarinn: Spyr barnið: Hvers óskar þú þér? Barnið: Ég óska mér að fá nýtt hjól. Kennarinn: Endurtekur óskina: H...jól. Börnin: Endurtaka í kór: H...jól. Tilbrigði Barnið svarar t.d.: Ég óska þess að fá nýtt hjól. Kennarinn: Hvað er fyrsta hljóðið í orðinu hjól? Barnið: H...jól. 5Z

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=