Markviss málörvun

139 5Y Að finna hlut Leiðbeiningar Hlutir sem byrja á sama hljóði/bókstaf eru faldir hér og þar í stofunni. Hlutirnir sem finna á eru auðkenndir á einhvern hátt til dæmis settir á lítinn pappírsmiða í vissum lit eða í litla öskju til þess að greina þá frá öðrum hlutum í stofunni. Þegar hlutirnir eru fundnir á að greina forhljóðið. Tillögur um hluti litur - lykill - lím stimpill - skæri - stílabók - strokleður blað - blýantur - bók - bréfaklemma krít - kassi - kubbur mál - mjólk - merki - mynd reglustika - rúsína - reikningsbók Dæmi um leik Þrjú börn eru valin, til dæmis með forhljóðsrununni: Úlli vipp úlli vapp úlli vipp og vapp hann/hún slapp Úlli ripp Úlli rapp Úlli ripp og rapp hann/hún slapp o.s.frv. Börnin þrjú fara fram á meðan kennarinn og hin börnin fela hlutina. Allir setjast og síðan er kallað á börnin sem eru frammi. Kennarinn segir þeim að þegar þau séu búin að finna hlutina eigi þau að greina og segja hinum á hvaða hljóði þeir byrja. Tilbrigði Kennarinn segir fyrirfram á hvaða hljóði orðin/hlutirnir sem á að fela byrja. Einnig mætti fela tvö hljóð (til að auka fjölbreytnina). 5Y

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=