Markviss málörvun

5X Má ég fá? Leiðbeiningar Þessi leikur er tilbrigði við leikinn Skip mitt er komið að landi. Hann þjálfar bæði framstæð hljóð (forhljóð) og bakstæð hljóð (í enda orðs). Börnin sitja í hálfhring. Kennarinn hendir bolta til eins barnsins og segir orð. Börnin hlusta eftir síðasta hljóðinu í orðinu, endurtaka hljóðið og finna nýtt orð sem byrjar á því. Kennarinn þarf að hjálpa börnunum. Til athugunar Munið að við erum að vinna með hljóð – ekki bókstafi. Kennarinn kastar boltanum og stjórnar þannig orðavalinu. Hjálpargögn Mjúkur bolti. Dæmi um leik Kennarinn: Má ég fá ís? Í...s... Börnin: Endurtaka í kór: Í...s... Kennarinn: Kastar bolta til barns og segir: Í...s.... Barn: Segir: Í...s... ...s.... Kastar boltanum til kennarans og segir: Má ég fá s....íma? O.s.frv. Tilbrigði Barnið hendir bolta til næsta barns og velur orð (þá þyngist leikurinn). Dæmi Má ég fá mjólk? –> Má ég fá kakó? –> Má ég fá ól? Má ég fá línu? –> Má ég fá ugga? –> Má ég fá armband? Má ég fá dót? –> Má ég fá tindáta? –> Má ég fá appelsínu? Má ég fá ull? –> Má ég fá lok? –> Má ég fá kött? 138 5X

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=