Markviss málörvun

5V Hvaða hljóð er síðast? Leiðbeiningar Hlustað er eftir síðasta hljóði í orðum. Börnin sitja í hálfhring. Kennarinn segir orð og ýkir greinilega síðasta hljóðið. Börnin endurtaka í kór. Kennarinn kastar bolta til barns. Barnið endurtekur orðið, finnur síðasta hljóðið og kastar boltanum aftur til kennarans. Hjálpargögn Bolti eða garnhnykill. Dæmi um leik Kennarinn: Segir orð til dæmis: Hús … Börnin: Endurtaka í kór: Hús … Kennarinn: Kastar bolta til barns og segir: Hús … Barnið: Kastar boltanum aftur til kennarans og segir: Hús … S … Börnin: Endurtaka í kór: Hús … S … Kennarinn: Segir nýtt orð, til dæmis: Nef. Nef … O.s.frv. Orðalisti hús mús lús gat lím afi bor bein ár 137 5V

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=