Markviss málörvun

136 5U Ferð í Hljóðakletta Leiðbeiningar Kennarinn segir börnunum frá Hljóðaklettum (sem eru í N-Þingeyjarsýslu skammt sunnan við Ásbyrgi). Nafn þeirra er dregið af bergmáli sem þeir eru frægir fyrir. Kennarinn útskýrir fyrir börnunum að það sé kallað bergmál þegar hljóð endurkastast, til dæmis frá klettaveggjum. Til athugunar Í leiknum fer fram þjálfun í sundurgreiningu. Fremsta hljóð er tekið í burtu, nýtt orð verður eftir. Mestu skiptir að börnin segi nýja orðið rétt. Svarið er ekki rangt þótt þau segi óvart einhver orð með sem ekki tilheyra bergmálinu. Dæmi um leik Kennarinn: Nú látum við sem við séum á ferð í kringum landið og komum við í Hljóðaklettum. Þið eruð bergmálið en ég er ferðamaðurinn sem kallast á við það. Kennarinn: Hjá hverjum fékkstu safa? Börnin: Afa. Kennarinn: Hvað varstu að gera hjá Sæla? Börnin: Æla. Kennarinn: Hvar er hann Binni? Börnin: Inni. Fleiri dæmi Hvað gerir Pétur? ... étur. Hver fór á hjóli? ... Óli. Hvar er hellisskúti? ... úti. Hvað fannstu úti í skúr? ... úr. Hver fór til Rómar? ... Ómar. Hver er á góðu róli? ... Óli. Hver var að læsa? ... Æsa. Hvað kallaði hann Snæi? ... æi. Hver kallaði þögn? ... Ögn. Hvað sagðirðu við Knút? ... út. Hver fór út á tjörn? ... Örn. Má ég líka sjá? ... já. 5U Hver er á balli? ... Alli. Á hvern kallaði Ragnar? … Agnar. Hver á þessa hringa? ... Inga. Er einhver stelpa sein? ... ein. Hver á þessi börn? ... Örn. Er einhver strákur seinn? ... einn. Hvern heyrðirðu góla? ... Óla. Hver er á þingi? ... Ingi. Hver er að sprella? ... Ella. Hver var að skemma? ... Emma. Hver var að skamma? ... amma. Hver er í vondu skapi? ... api.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=