Markviss málörvun

135 5T Hvað er í pokanum? Leiðbeiningar Börnin þurfa fyrst að læra vísuna sem fylgir leiknum. Barn er valið til að vera kengúra, til dæmis eftir fyrsta hljóðinu í nafni þess. Kengúran er með poka sem í er einhver hlutur eða mynd af hlut. Börnin eiga að reyna að finna út hvað er í pokanum en fá tvær til þrjár vísbendingar hjá kengúrunni. Börnin standa í hring og kengúran hoppar í hringnum en stoppar í lok vísunnar fyrir framan eitt barnið. Börnin: Hvað er í pokanum, kengúra mín, eru það kannski börnin þín? Leyfðu okkur að giska, láttu okkur sjá, léttar vísbendingar megum við fá. Kengúran: gefur vísbendingar: Það er í skólastofunni. Við sitjum á því. Það byrjar á s.... Barnið sem kengúran stoppaði hjá má giska (stóll). Hin mega ekki „stela“ svarinu. Barnið sem kengúran nam staðar hjá verður næsta kengúra. Kennarinn teiknar mynd af stól og skrifar orðið á töfluna. Orðunum er safnað á töfluna. Ljúka má leiknum með því að lesa hvað kengúran var með í pokanum. Hjálpargögn Poki með smáhlutum eða myndir af hlutum. Flettitafla og tússpenni. 5T

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=