Markviss málörvun

133 5R Skrýtnar sögur Leiðbeiningar Sögur eru skrýtnar þegar öll orð í sögunni byrja á sama forhljóði. Börnin sitja í hring og kennarinn les forhljóðasögur fyrir þau. Hann ýkir fyrsta hljóðið þegar hann les söguna. Til athugunar Gjarnan mætti búa til forhljóðasögur með börnunum og kennarinn gæti skrifað þær á flettitöflu. Hjálpargögn Flettitafla og tússlitur. Hugmyndir að sögum Fimm fínar, frekar feitar frúr fóru fljúgandi frá Fáskrúðsfirði föstudaginn fyrsta febrúar 1555. Fjórtán fræknir fiskimenn frá Faxaflóa fiskuðu fimm hundruð feita, fallega fiska fyrir fátæka fólkið. Sigurður Sveinsson sjómaður sá sjö svaka sætar stelpur standa á sviðinu syngj­ andi svo skemmtilega sumarsöngva, svo spiluðu sex strákar svo smart saman á saxófóna. Gunna gamla Geirsdóttir gekk gegnum Grjótaþorp grá og guggin. Góða Gréta, gefðu Gunnu gömlu graut. Tóti trúður tuggði tuttugu tyggjókúlur, teygði tyggjóið tíu til tuttugu tíma, tungulangur og tannlaus. Bröndóttur bolakálfur baulandi bandóður brunaði brjálaður beint á brún­ málaðan bóndabæinn með braki og brestum. Þykir þér þetta þvottabretti þægilegt þegar þú þarft að þvo og þrífa þvottinn þinn. Mamma mín má moka moldinni með Magga, mælti Mummi mátulega mildur. Tilbrigði Sleppa forhljóði í heilli setningu. Börnin eiga að finna hvaða hljóði var sleppt og fara rétt með setninguna. -jáðu -ætu telpurnar -em -itja í -ólinni, (s sleppt). -ísa og -ára -éku í -eikritinu -itla -jót, (l sleppt). -úsi og -ía eiga að -ara í -ínu -ötin sín, (f sleppt). -á ég sjá -ynd með -ikka -ús og -ínu, (m sleppt). 5R

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=