Markviss málörvun

132 5P Kóngulóarvefurinn II Leiðbeiningar Hljóði bætt framan við. Garnhnykli er kastað á milli kennara og barna, þannig er búinn til vefur á meðan verið er að leika sér með orðin. Notið orðalista 5N. Börnin sitja í hring. Kennarinn minnir börnin á að setji maður hljóð fyrir framan orð er hægt að búa til (galdra) nýtt orð. Nefnir dæmi, m...úr. Kennarinn segir hljóð og orð. Börnin endurtaka í kór. Kennarinn kastar garnhnykli til eins barnsins og spyr: Hvaða nýtt orð bjuggum við til? Barnið grípur hnykilinn og svarar til dæmis m...úr – múr. Leikurinn heldur áfram þangað til búinn hefur verið til kóngulóarvefur. Hægt er að lyfta vefnum hátt upp. Hjálpargögn Stór hnykill úr grófu garni. Dæmi um leik Kennarinn: Segir hljóð og orð, til dæmis: R...ís. Börnin: Endurtaka í kór. Kennarinn: Kastar garnhnykli til eins barnsins (munið að halda fast í garnið) og segir: R...ís. Barn: Svarar: R...ís. Rís. Kennarinn: Hjálpar ef barnið getur ekki svarað. Börnin: Endurtaka í kór: R...ís. Rís. Barnið: Kastar hnyklinum til annars barns. Kennarinn: Segir nýtt hljóð og nýtt orð o.s.frv. 5P

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=