Markviss málörvun

131 5O Kóngulóarvefurinn I Leiðbeiningar Hljóð tekið í burtu. Garnhnykli er kastað á milli kennara og barna þannig að myndaður er vefur (kóngulóarvefur) á meðan verið er að leika sér með orðin. Halda þarf í garnið með annarri hendi og kasta hnyklinum með hinni. Notið orðalista 5M. Börnin sitja í hring. Kennarinn minnir börnin á að hægt sé að mynda (galdra) nýtt orð með því að taka fremsta hljóðið í burtu og nefnir dæmi. Kennarinn kastar eða rennir garnhnykli til eins barnsins um leið og hann spyr: Hvaða hljóð var tekið í burtu í orðinu r...ís? Barnið grípur garnhnykilinn og svarar r...ís, ís, r... var tekið í burtu. Kennarinn segir nú annað orðapar, öll börnin endurtaka í kór og síðan kastar barnið hnyklinum áfram til annars barns sem svarar o.s.frv. (Börnin halda fast í garnið er þau kasta hnyklinum). Þannig er haldið áfram þangað til að myndast hefur kóngulóarvefur úr garninu. Hægt er að lyfta honum hátt upp og kennarinn og börnin syngja til dæmis söng um kónguló. Að lokum er hnykillinn undinn upp aftur frá barni til barns. Hjálpargögn Stór hnykill úr grófu garni. Dæmi um leik Kennarinn: Segir orð til dæmis: L...ás. Börnin: Endurtaka í kór: L...ás. Kennarinn: Kastar garnhnykli til eins barnsins (munið að halda fast í garnið) og segir: Hvaða hljóð var tekið í burtu? Börnin: Endurtaka í kór: L...ás, ás, l... var tekið í burtu. (Kennarinn hjálpar ef barnið getur ekki svarað). Börnin: Endurtaka í kór: L...ás, ás. l... var tekið í burtu. Barnið: Kastar hnyklinum til annars barns (munið að halda fast í garnið). Kennarinn: Segir nýtt orð. Börnin: Endurtaka í kór o.s.frv. 5O

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=