Markviss málörvun

130 Kennarinn velur tvö börn til þess að halda á tveimur myndum til dæmis tttt.... (t skrifað á blað) og mynd af á. Þannig hefur kennarinn lausar hendurnar og getur bent á myndirnar meðan hann talar. Tttt...á og börnin standa hvort við hliðina á öðru fyrir framan hin börnin. Kennarinn: Fyrst segi ég mjög, mjög hægt hvað er á myndunum. Síðan segi ég það hraðar og hraðar. Að lokum segi ég það svo hratt að ég galdra nýtt orð. Hlustið á. Kennarinn: Bendir á myndir barnanna: T...á, t..á, t..á, t.á, tá. Börnin endurtaka. 2. Samhljóðasamband í upphafi orða. Kennarinn: Þegar maður setur hljóð fyrir framan orð er hægt að galdra nýtt orð . Segir önd. Börnin: Önd. Kennarinn: L....önd. Börnin: Endurtaka. Kennarinn: Lönd. Börnin: Endurtaka. Kennarinn: Hvaða orð galdraði ég? Orðalisti n + áma verður náma n + æla " næla m + æla " mæla m + una " muna s + afi " safi v + efa " vefa v + asi " vasi S + ævar " Sævar þ + ari " þari f + æði " fæði v + aða " vaða r + aða " raða k + æla verður kæla d + ís " dís g + óður " góður H + alli " Halli j + á " já t + önn " tönn f + óður " fóður r + óður " róður l + önd " lönd r + önd " rönd b + önd " bönd 5N

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=