Markviss málörvun

5N Hljóði bætt framan við Leiðbeiningar Kennarinn segir að með því að setja hljóð fyrir framan orð sé hægt að galdra nýtt orð. Börnin sitja í hálfhring. Kennarinn sýnir myndir með fyrstu orðunum sem hann ætlar að galdra. Hann segir fyrsta hljóðið og síðan orð. Hljóð og orð eru sögð hraðar og hraðar svo að lokum renna þau saman og mynda eitt orð. Hókus, pókus, kennarinn er búinn að galdra orð. Börnin endurtaka. Til athugunar Þegar börnin eru orðin æfð í að setja hljóð fyrir framan orð er hægt að fara í Kóngulóarleikinn. Athugið formála að 5. kafla og orðalista hér á eftir. Notið fyrst orð með ein­ földum samhljóða. Hjálpargögn Myndir/orð sem ríma og hafa merkingu þótt hljóði sé bætt framan við. Til dæmis afi – safi, ól – sól, ás – lás, úr – búr. Dæmi um leik 1. Orðið byrjar á samhljóða (kennarinn galdrar). Kennarinn: Ég get galdrað ás svo að hann verði lás. (Sýnir mynd af ás og lás). Ég set bara hljóð fyrir framan ás. Takið nú vel eftir hvernig ég fer að. Fyrst segi ég hljóð l.... Börnin: Endurtaka hátt í kór. Kennarinn: Og svo segi ég: Ás. Börnin: Endurtaka í kór. Kennarinn: Nú segjum við þetta dálítið hraðar. L..ís. Börnin: Endurtaka í kór. Kennarinn: Takið eftir því að nú galdra ég. L...ás, l..ás, l.ás, lás. Börnin: Endurtaka í kór. Kennarinn: Heyrðuð þið? Hvaða orð göldruðum við? Já, ás. Sýnir myndir og segir: Við getum sagt: L...ás, l...ás, lás. 129 5N

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=