Markviss málörvun

127 5M Hljóð tekið burtu Leiðbeiningar Kennarinn segir að með því að taka hljóð framan af orði sé hægt að búa til, galdra, nýtt orð. Börnin sitja í hring. Kennarinn sýnir myndir af orðapari þegar hann kynnir leikinn. Hann segir annað orðið og dregur forhljóðið greinilega, síðan galdrar hann nýtt orð með því að taka forhljóðið burt. Börnin endurtaka. Til athugunar Þegar börnin eru orðin æfð í að taka hljóð í burtu er hægt að fara í leiki (til dæmis Kóngulóarvefinn I 5O). Athugið formála í 5. kafla og orðalista hér á eftir. Notið fyrst orð sem byrja á einföldum samhljóða. Seinna er hægt að vinna með tvöfalda samhljóða í upp­ hafi orðs. Hjálpargögn Myndir af orðum sem hafa merkingu þótt fyrsta hljóðið sé tekið burtu. Til dæmis lás – ás, sól – ól, búr – úr. Dæmi um leik 1. Forhljóðið er samhljóði. Kennarinn: Ég get galdrað lás svo að hann verði að ás. Sýnir myndir af lás og ás. Ég tek bara hljóð í burtu. Hlustið þið nú vel, nú byrja ég að galdra. Kennarinn: Dregur forhljóðið: L ..... ás. Börnin: Endurtaka í kór. Kennarinn: L ... ás, heldur fyrir munninn þegar hann segir lll svo lll heyrist næstum ekki og spyr: Hvaða hljóði kastaði ég í burtu? Börnin: lll Kennarinn: Sýnir myndirnar. Hókus, pókus l...ás, l... er tekið í burtu og lás er orðið að ás. 2. Samhljóðasamband. Kennarinn: Segir til dæmis: G.....rís. 5M

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=