Markviss málörvun

126 5L Minnisleikur Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn leggur 10 – 15 hluti á gólfið í miðjuna. Börnin horfa á þá dágóða stund. Síðan breiðir kennarinn dúk yfir þá. Kennarinn fjarlægir einn hlutinn og tekur dúkinn af og börnin reyna að finna út hvaða hlut vantar. Þau segja orðið og draga forhljóðið (með löngu forhljóði). Kennarinn tekur aftur einn hlut og endurtekur leikinn nokkrum sinnum og þannig fækkar hlutunum. Þá fá öll börnin tækifæri til að muna hvaða hlut vantar. Hjálpargögn Hlutir barnanna af forhljóðaborðinu. Dúkur til að hylja hlutina. Dæmi um leik Börnin: Horfa á hlutina nokkra stund. Kennarinn: Hylur hlutina með dúk. Börnin: Halda fyrir augun (sofa). Kennarinn: Fjarlægir dúkinn. Börnin: Horfa á hlutina, reyna að muna hvaða hlut vantar, gefa merki þegar þau muna það. Kennarinn: Bendir á barn og spyr hvað vantar. Barnið: Segir til dæmis: Það vantar dós. Kennarinn: Réttir fram dósina og segir: D...ós. Börnin: Endurtaka í kór: D...ós. 5L

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=