Markviss málörvun

125 5K Forhljóðið mitt Leiðbeiningar Börnin draga miða með forhljóði sem þau kalla forhljóðið mitt. Þau fara heim með miðann. Foreldrar hjálpa börnunum að finna hlut sem byrjar á forhljóðinu þeirra. Þau koma með hlutinn með sér í skólann. Börnin sitja í hring og eru með hlutina að heiman. Þau segja hvað hlutirnir heita og hvert forhljóðið er. Hlutirnir eru síðan settir á borð til sýnis. Þetta borð kalla börnin forhljóðaborðið. Það stendur í nokkurn tíma og hægt er að nota hlutina í ýmsum forhljóðaleikjum. Hjálpargögn Hvert barn kemur með minnst einn og mest þrjá hluti að heiman. Börnin fá miða með sér heim svo að foreldrar geti tekið þátt í leiknum og hjálpað þeim að finna hlut með forhljóðinu sínu. Til athugunar Í leiknum felst: Að muna eftir að taka með sér hlut að heiman. Að fá mömmu og pabba til að taka þátt í leiknum því að þá verða börnin oft miklu virkari. Að vera miðpunktur athyglinnar. Ef til vill þarf fleiri en einn dag til að kynna hlutina til þess að þreyta börnin ekki. Dæmi um leik Barn: Sest í miðjuna í hringnum, sýnir hlutinn sinn og segir: Mitt forhljóð er l.... Ég kom með lás. Kennarinn: L...ás. Börnin: Endurtaka í kór: Lll...ás. Barnið: Leggur hlutinn sinn á borð í stofunni, forhljóðaborðið. Annað barn: Sest inn í hringinn og sýnir hlutina sína: Mitt forhljóð er þ... Ég kom með tvo hluti, þ...vottaklemmur og þ...yrlu. Barnið setur svo hlutina á forhljóðaborðið. Síðan koma börnin koll af kolli inn í hringinn með hlutina sína og setja þá á forhljóðaborðið. 5K

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=