Markviss málörvun

123 5I Hlutir í poka Leiðbeiningar Börnin sitja í hálfhring. Kennarinn setur þrjá hluti í poka (tveir hlutanna byrja á sama hljóði). Barn er valið til að þreifa á hlutunum og giska á hvað er í pokanum. Að lokum finna börnin forhljóðið. Hvaða tveir hlutir byrja á sama hljóði? Hjálpargögn Poki og smáhlutir (sjá dæmi um hluti). Dæmi um leik Kennarinn: Er með þrjá hluti í poka. Barnið: Þreifar á hlutunum og giskar á hvaða hlutir eru í pokanum. Tekur einn hlut í einu og segir: Þetta er bolti. Kennarinn: Já þetta er bolti. B.....olti . Börnin: Endurtaka í kór: B.....olti. Barnið: Tekur annan og þriðja hlut og segir: Y.....ddari. B.....lýantur. Kennarinn: Segir öll þrjú orðin: B.....olti, y.....ddari, b.....lýantur. Börnin: Endurtaka í kór: B.....olti, y.....ddari, b.....lýantur. Kennarinn: Hvaða tveir hlutir byrja á sama hljóði? Börnin: Endurtaka í kór: B....olti, b....lýantur. Dæmi um hluti epli lás bolti skeið litir blýantur skál gaffall yddari greiða blýantur bók gaffall blað bursti skeið krít strokleður flaska glas kertastjaki flauta greiða krít yddari bók skeið 5I

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=