Markviss málörvun

122 5H Ég hugsa um Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Börnin eiga að reyna að finna orð. Þeim eru gefnar nokkrar vísbendingar. Kennarinn hugsar um hlut, gefur þeim nokkrar vísbendingar um hann og segir þeim fyrsta hljóðið í orðinu. Börnin giska á hvað kennarinn er að hugsa um. Dæmi um leik Kennarinn: Um hvað er ég að hugsa? Það byrjar á: F…… Börnin: Endurtaka í kór: F…… Kennarinn: Það sem ég er að hugsa um er dýr sem hefur tvo fætur og getur flogið. Börnin: Giska: Það er fugl. Kennarinn: Já það er rétt. F…ugl. Börnin: Endurtaka í kór: F…ugl. Tilbrigði Börnin geta búið til gátur sjálf. Gott er þá að nota hluti sem sjást í stofunni. Tillögur um orð fugl ár pakki rúm úr ör lás vasi taska mynd bók hundur borð stóll jólasveinn fiskur api kápa epli gata ísskápur undirskál nef ostur 5H

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=