Markviss málörvun

121 5G Verkefnabókin mín Leiðbeiningar Í hvert skipti sem unnið er með visst forhljóð er búin til ein blaðsíða í verkefnabókina. Efst á blaðsíðuna er skrifað hvaða hljóð er unnið með til dæmis sss….. Hvert barn teiknar 7–8 litlar myndir á blaðsíðuna. Allar myndirnar byrja á sama forhljóði, í þessu tilfelli sss… Kennarinn eða barnið sjálft skrifar nafnið á hverri mynd við hana. Til athugunar Hægt er að nota bókina þegar farið er í hljóðaleiki. Hjálpargögn Lítil bók eða hefti. Börnin geta jafnvel sjálf búið til bók og skreytt hana á margvíslegan hátt. Blýantar og litir. Til athugunar Unnið er með hljóð. 5G

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=