Markviss málörvun

119 5E Að finna hlut Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn tekur fram fjögur spil með myndum. Þau eru lögð niður tvö og tvö saman. Myndapörin hafa hvort sitt forhljóðið. Eitt barnanna dregur spil úr öðrum bunkanum, myndin er skoðuð og fundið út hvað fyrsta hljóðið í orðinu er. Annað barn dregur spil úr sama bunka og nýja orðið er rannsakað eins og hið fyrra. Hvað er eins í þessum tveimur orðum? Þau byrja á sama forhljóði. Kennarinn finnur nú ásamt börnunum fleiri orð sem byrja á þessu sama hljóði. Til athugunar Munið að við erum að vinna með hljóð – ekki bókstafi. Þegar börnin eiga orðið auðvelt með að hlusta eftir byrjunarhljóðinu er hægt að fara að athuga síðasta hljóðið og að lokum finna hljóðið sem heyrist í miðju orðinu. Hjálpargögn Myndir. Sjá Rímmyndasafnið 2 U: lús, lás; fáni, fata; rós, róla; máni, mál. Dæmi um leik 1. Fyrsta barn: Dregur spil úr bunka. Segir hvað er á myndinni. Kennarinn: Segir rós og ýkir forhljóðið. Börnin: Endurtaka rós. Annað barn: Dregur spil úr bunka eitt. Segir hvað er á myndinni. Kennarinn: Segir róla og ýkir forhljóðið. Börnin: Endurtaka róla. Kennarinn: Spyr hvað er eins í orðunum. Já, þau byrja bæði á sama hljóði. Þau byrja á r… Börnin: Endurtaka r…ós, r…óla. Síðan er unnið með hitt parið á sama hátt. 2. Kennarinn finnur síðan með börnunum önnur orð sem byrja á r…. Það geta verið hlutir í skólastofunni eða einhver orð sem koma upp í hugann, nöfn o.s.frv. 5E

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=