Markviss málörvun

11 hættumerki ef hann er ekki enn fyrir hendi á þessu aldursstigi. Gott er að þróa tilfinningu fyrir rími með því að lesa rímsögur fyrir börnin (sjá ítarefni) og láta þau búa til eigið rím, gjarnan sem heimaverkefni. Athuga ber þó að enda þótt mörg börn geti snemma farið að ríma án fyrir­ hafnar merkir það ekki að þau geri sér grein fyrir því að málið sé samsett úr minni einingum. Hljóðgreiningin gerir aðrar og meiri kröfur. Setningar og orð Næsti þáttur í áætluninni er vinna með setningar og orð. Mörg börn gera sér litla grein fyrir orðaskilum í máli. Til að brúa bilið milli talmáls og ritmáls þurfa þau að vita að málið skiptist í smærri einingar: setningar og orð. Börnin læra þessi hugtök í leik og einnig að málið byggist upp af mislöngum setningum og setningar af mislöngum orðum. Kennarinn raðar kubbum á spjald til þess að gera hugtökin sýnileg. Börnin tala saman með kubbum, þ.e. leggja kubb fyrir hvert orð sem þau segja. Við segjum hvað stendur, teljum orðin og skoðum þau án þess að fara út í smáatriði. Hugtakið orð er gert sýnilegt og áþreifanlegt fyrir börnin. Einnig má búa til setningar á strimla, festa upp og lesa. Ritmálið er notað og börnin sjá bókstafi og orð án þess að þurfa að lesa. Setningarnar má klippa í sundur í orð og við sjáum að sum orð eru löng, önnur stutt. Þegar börnin hafa gert sér skýra grein fyrir hugtökunum setning og orð er kominn tími til að beina athyglinni að orðhlutum, þ.e. samstöfum. Samstöfur Nú hefst undirbúningur fyrir greiningu málhljóða, þ.e. hljóðgreiningu. Eftir að börnin hafa leikið sér að setningum og orðum er gengið skrefi lengra og uppgötvað að sumum orðum má skipta í minni hluta, samstöfur. Hér er talað um samstöfur en ekki atkvæði vegna þess að um er að ræða hljóðræna orðhluta (eins og í söng) en ekki atkvæði samkvæmt íslenskum málfræðireglum. Börnin finna samstöfurnar með því að klappa hljóðfallið í orðunum en að sjálfsögðu má líka hoppa, vagga sér eða nota trommur og önnur hljóðfæri. Þjálfa má börnin á ýmsan hátt í að finna samstöfur. Gott er að byrja á að klappa nöfn barnanna. Skipta má börnunum í hópa samkvæmt samstöfufjölda í nöfnum þeirra. Búa má til súlurit með fjölda samstafa í nöfnunum. Líma má á spjöld myndir, klipptar úr blöðum (til dæmis auglýsingar), sem raðað er samkvæmt samstöfufjölda, einnar samstöfu orðum safnað á eitt spjald, á annað orðum með tveimur samstöfum o.s.frv. Einnig er gott að nota Málhljóðaspilið. Þannig fá börnin einnig tækifæri til að vinna á einstaklingsbundinn hátt sem hæfir vel þessu aldursstigi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=