Markviss málörvun

118 5D Hljóðabókin mín I Leiðbeiningar Börnin fá blöð (lítil) með sér heim, eitt blað á dag í til dæmis vikutíma. Byrja á stöfunum s, l, m, r og v. Heima teikna börnin mynd af einhverjum hlut sem byrjar á tilteknu hljóði sem skrifað er á blaðið. Búin er til bók fyrir hvert barn. S…… Til athugunar Þegar foreldrar eru með verða börnin oft virkari og duglegri. Hjálpargögn Kennarinn útbýr lítil blöð fyrir teikningar barnanna. Þykk blöð eru notuð í for- og baksíðu. Mikilvægt er að kennarinn skrifi á blöðin af hverju teikningarnar eru því að sum barnanna geta gleymt hvað það var sem þau teiknuðu. Dæmi um framkvæmd Börnin: Koma með teikningar í skólann og kennarinn geymir þær í möppu barnanna. Þegar búið er að teikna myndir af öllum forhljóðunum sest kennarinn með hverju einstöku barni og setur bókina saman. Kennarinn: Réttu mér teikningu sem byrjar á S…… Börnin: Skrifa nafnið sitt og nafn bókarinnar utan á bókina og skreyta hana jafnvel. Þegar bókin er tilbúin fara börnin með hana heim. 5D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=