Markviss málörvun

115 5B Fléttan Leiðbeiningar Áður en leikurinn hefst læra börnin þessa vísu: Nú skulum við flétta, Nú höfum við fléttað stóra og góða fléttu. stóra og góða fléttu Hvern ættum við að flétta og nú skulum við í fléttuna nú? rekja fléttuna upp. Börnin standa í hring. Börnin fara með fyrri vísuna og kennarinn segir nafn eins barnsins sem á að flétta inn í fléttuna. Þegar börnin krossleggja handleggina á hægri handleggurinn að vera yfir þeim vinstri. Barnið sem fléttað var inn í fléttuna segir orð sem byrjar á sama hljóði og nafn þess. Til athugunar Hægt er að leika þennan leik nokkuð snemma ef börnunum er hjálpað að finna rétt hljóð. Dæmi um leik Börnin: Fara með vísuna: Nú skulum við flétta, stóra og góða fléttu. Hvern ættum við að flétta í fléttuna nú? Kennarinn: Segir nafn á barni, til dæmis: Á…sa. Börnin við Krossleggja handleggina fyrir framan sig hlið Ásu: (hægri höndin yfir). Ása: Krossleggur handleggina fyrir framan sig og tekur í hendur barnanna við hliðina á sér. Segir orð sem byrjar á sama hljóði og nafn hennar, til dæmis: Á…sgeir. Kennarinn: Hjálpar, ef barnið getur ekki sjálft. Börnin: Endurtaka í kór: Á…sgeir. Börnin: Fara með vísuna. 5B

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=