Markviss málörvun

114 5A Nafnaþraut Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn segir fyrsta hljóðið í nafni eins barnsins, hægt og greinilega. Börnin reyna að giska á hvaða nafn kennarinn sé að hugsa um. Til athugunar Ef fleiri en eitt barn heita sama nafni getur kennarinn til dæmis sagt: Ég er að hugsa um barn sem er í rauðri peysu og nafn þess byrjar á S … Dæmi um leik 1. Allt nafnið: Kennarinn: Nú ætla ég að segja nafn eins ykkar. Ég segi nafnið öðru vísi en ég er vanur. Hlustið nú vel því að ég ætla að biðja ykkur að giska á hvaða nafn þetta er: A……ri. Börnin: Endurtaka í kór: A……ri. Kennarinn: Getið þið giskað á hver þetta er? Já, það var Ari. Segið aftur. A…ri. Börnin: Endurtaka í kór: A……ri. 2. Aðeins forhljóðið Kennarinn: Getið þið hvaða nafn ég ætla nú að segja: Á… Börnin: Endurtaka í kór: Á… Giska: Ásdís. 5A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=