Markviss málörvun

113 Nú er komið að hljóðgreiningunni. Fyrsta skrefið er að greina forhljóðið, fremsta hljóð í orði. Það má gera á ýmsan hátt, til dæmis með því að taka hljóð í burtu eða bæta hljóði framan við. Dæmi Sundurgreining: múr = m---úr Samtenging: m---úr = múr Ekki er ráðlegt að halda lengra í hljóðgreiningu fyrr en börnin hafa forhljóðin á valdi sínu. Til athugunar þegar unnið er með ýmis hljóð Veljið fyrst þá samhljóða sem eru auðveldir í tengingu til dæmis í þessari röð: 1. s l m r 2. v n f ð 3. b d g k þ 4. j h p t x Hafið í huga að mjúku rennihljóðin s, l, m og fleiri eru auðveldari í tengingu en öng- og sprengihljóð. Þess vegna er sjálfsagt að velja fyrst til æfinga orð sem innihalda léttu hljóðin og þyngja svo hljóðæfingarnar smátt og smátt. Til athugunar Nauðsynlegt er að nota spegla (bekkjarsett) þegar unnið er með hljóðin. Einnig þarf að nota myndir í mörgum leikjanna. 5. FORHLJÓ‹ 5 sól ól

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=