Markviss málörvun

112 4H Samstöfuboltinn Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn kastar bolta til eins barnsins og segir orð með greinilegu bili milli samstafanna. Barnið grípur boltann, giskar á orðið og kastar boltanum aftur til kennarans. Hjálpargögn Mjúkur bolti. Dæmi um framkvæmd Kennarinn: Kastar boltanum til eins barnsins og segir til dæmis Rú-sí-na. Barnið: Grípur boltann og segir: rúsína Kastar boltanum aftur til kennarans. Leikurinn er endurtekinn nokkrum sinnum. Listi yfir orð kræ-ki-ber-ja-lyng kvöld-ma-tar-tí-mi lög-reg-lu-bíll lakk-rís-kon-fekt-mo-li fy-rir-myn-dar fa-ðir lan-da-fræði-bók Fla-ta-skó-li Hva-ley-rar-skó-li mar-me-la-ði leik-fi-mi-kenn-(n)a-ri fót-bol-ta-skór lamb-hús-he(t)-ta gler-aug-na-hul-stur lög-re-glu-stöð skí-ða-sta-fur slökk-vi-liðs-ma-ður flug-el-da-sý-ning jar-ðar-ber-ja-ís stræ-tis-vagn-stjó-ri hljóm-svei-tar-stjó-ri kör-fu-bol-ti jarð-skjál-fta-mæ-lir hei-mi-lis-fræ-ði hand-bol-ta-lið 4H

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=