Markviss málörvun

111 4G Óskaleikurinn I Leiðbeiningar Leikurinn fer fram eins og Fram, fram fylking. Börnin sitja í hring og haldast í hendur. Kennarinn og eitt barnanna búa til brú með höndunum og hin börnin ganga undir brúna meðan sungið er. Barnið sem tekið er til fanga má óska sér einhvers og segir það í samstöfum. Dæmi um leik Börnin ganga í hring og undir brúna, meðan þau syngja: (Lag: Sælt er að eiga sumarfrí). Allir mega óska sér sem undir brúna koma hér, ef þú veist hvers óska ber þá óska máttu þér. Þegar síðasta línan er sungin fellur brúin og barn er tekið til fanga. Kennarinn: Spyr barnið: Hvers óskarðu þér? Barnið: Ég óska mér (til dæmis að fá myndavél). Kennarinn: Segir og klappar: Myn-da-vél. Börnin: Klappa og endurtaka: Myn-da-vél. Barnið sem hefur óskað sér býr næst til brú með kennaranum. Leikurinn er endurtekinn nokkrum sinnum en ekki of oft svo að börnin missi ekki þolinmæðina. Enginn þarf að verða fyrir vonbrigðum því að það má fara í leikinn aftur næsta dag. 4G

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=