Markviss málörvun

109 4E Tröllaævintýri I Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn segir börnunum ævintýrið um góða tröllkarlinn sem finnst svo gaman að gefa börnum gjafir. Tröllið segir í samstöfum hverjar gjafirnar eru og börnin giska á. Dæmi um leik Kennarinn: Nú ætla ég að segja ykkur gamalt ævintýri. Í stóru fjalli, langt, langt í burtu bjó einu sinni tröllkarl í stórum hellisskúta. Þessi tröllkarl var stór og sterkur og líka mjög góður. Því miður átti tröllkarlinn engin börn og hann varð mjög glaður þegar börn komu í heimsókn til hans. Hann varð svo glaður að hann gaf þeim sem heimsóttu hann alltaf gjafir sem þau máttu fara með heim til sín. En þessi góði tröllkarl talaði svolítið skrýtilega. Þegar hann ætlaði að segja einhverju barni að gjöfin væri litabók þá sagði hann li-ta-bók og hann varð ekki ánægður fyrr en barnið hafði getið upp á hver gjöfin var. Nú skulum við prófa: Li-ta-bók. Börnin: Endurtaka í kór: Li-ta-bók. Kennarinn: Getið þið giskað á hver gjöfin var? Börnin: Giska. Kennarinn: Nú skulum við koma í svona leik. Ég skal vera tröllið og ég ætla að gefa ykkur gjöf í þykjustunni. Enginn má segja hver gjöfin er nema barnið sem á að fá hana. En þið getið ekki öll fengið gjöf í dag, sumir fá hana seinna. Í dag ætla ég að gefa þér gjöf (nefnir nafn eins barnsins). Þú átt að fá: Pús-(s)lu-spil. Barnið: Giskar: Pús-(s)lu-spil. Það er púsluspil. Börnin: Endurtaka í kór: Pús-(s)lu-spil. Ef til vill er betra að gefa aðeins 4–6 börnum gjafir í hvert sinn, annars gæti leikurinn orðið of langur og ofboðið þolinmæði þeirra. 4E

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=