Markviss málörvun

108 4D Að hlusta fyrst, skoða svo Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn er með nokkrar leynimyndir. Hann segir hvað er á myndunum, með greinilegu bili á milli samstafanna. Börnin eiga að giska á hvað er á myndunum. Hjálpargögn Spjöld með myndum. Málhljóðaspilið. Dæmi um leik Kennarinn: Ég er með nokkrar leynimyndir. Ég ætla að segja ykkur hvað er á myndunum en það verður dálítið erfitt að skilja það því að ég segi það í samstöfum. Nú megið þið giska hvað er á myndunum. Reynið nú að giska: Stræ-tis-vagn. Börnin: Endurtaka öll í kór: Stræ-tis-vagn. Kennarinn: Hefur nokkur giskað á hvað er á myndinni? Sýnir myndina þegar börnin hafa giskað rétt. Tilbrigði Eitt barnanna tekur við hlutverki kennarans. Tillögur um orð Sjá einnig orðalista í 4E, Tröllaævintýri og 4H Samstöfuboltanum. bolti blýantur pennaveski sippuband kóróna taska jarðarber gluggi gíraffi fótbolti ruggustóll skóli kertaljós vörubíll gönguljós leikfangabúð 4D

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=