Markviss málörvun

107 4C Þrautakóngur Leiðbeiningar Allir standa í hring. Fyrst er kennarinn þrautakóngur sem ákveður hvað allir hinir eiga að gera, seinna geta börnin skipst á að vera þrautakóngur. Þrauta­ kóngurinn velur orð sem hægt er að leika með því að standa í sömu sporum, ganga í röð eða hoppa. Hann segir það greinilega og taktfast með augnabliksþögn milli samstafanna um leið og hann hoppar í takt við samstöfurnar. Allir hinir herma eftir. Það er mjög mikilvægt að öll börnin hreyfi sig í takt um leið og þau segja orðin. Dæmi um leik Þrautakóngurinn: Segir til dæmis: Hopp-(p)a (hopp-að-u) og hoppar í takt við samstöfurnar. Börnin: Herma eftir öll í kór og hreyfa sig öll í takt eins og þrautakóngurinn. Eftir smástund. Þrautakóngurinn: Hrópar stopp. Börnin: Standa kyrr. Þrautakóngurinn: Velur nýtt orð, segir til dæmis: Klapp-(p)a (klapp-að-u). Börnin: Segja öll í kór o.s.frv. Síðar skiptast börnin á að vera þrautakóngur. Tilbrigði Nota má hvaða orð sem er og stappa á staðnum. Tillögur um orð gan-ga stan-da hopp-(p)a vin-da (sig) læ-ðast kí-kja beyg-ja spar-ka klapp-(p)a hneig-ja tip-la stapp-(p)a 4C

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=