Markviss málörvun

106 4B Að taka hluti úr kassanum Leiðbeiningar Mörgum hlutum er safnað í kassa eða körfu. Börnin gætu komið með hluti að heiman. Börnin sitja í hring. Karfan með hlutunum er í miðjum hringnum. Börnin fá að taka hlut úr kassanum án þess að kíkja, þreifa á hlutnum og segja hvað þau fundu. Börnin klappa orðið. Hvað voru það mörg klöpp? Hvað voru það margar samstöfur? Setja má erfiðari hluti í kassann eftir því sem börnin verða öruggari. Börnunum finnst gaman að ná í löng orð (fá mörg klöpp), til dæmis tappatogara. Hjálpargögn Hlutir í kassa. Dæmi um leik Kennarinn: Biður eitt barnið að byrja. Barnið: Tekur hlut úr kassanum: Ég fékk strokleður. Klappar og segir: Strok-le-ður. Börnin: Endurtaka í kór: Strok-le-ður. Kennarinn: Hvað voru það mörg klöpp? Hvað voru það margar samstöfur? Endurtakið leikinn nokkrum sinnum. 4B

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=