Markviss málörvun

4A Að klappa nöfn Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Rætt er um hve margar samstöfur (hve mörg klöpp) eru í mismunandi orðum. Til athugunar Erfitt getur verið fyrir börnin að átta sig á einsatkvæðisorðum. Dæmi um leik Kennarinn: Nú skulum við klappa samstöfur í orðum. Sam-stö-fur. Börnin: Endurtaka í kór og klappa í takt: Sam-stö-fur, sam-stö-fur, sam-stö-fur. Kennarinn: Nú skulum við klappa nöfnin okkar. Ég heiti Sig-rí-ður. Börnin: Endurtaka í kór og klappa í takt: Sig-rí-ður. Kennarinn: Bendir: Hvað heitir þú? Eitt barnið: Ég heiti Pé-tur. Börnin: Endurtaka í kór og klappa í takt: Pé-tur. O. s. frv. Fyrst mætti klappa nöfn allra barnanna. Síðan mætti klappa önnur orð. Tilbrigði Að klappa heiti ýmissa hluta sem sjást í skólastofunni. Að klappa samstöfur í föðurnöfnum barnanna og heimilisföngum. Að klappa uppáhaldsmatinn, leikfang, íþrótt o.fl. 105 4A

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=