Markviss málörvun

103 3L Hvort orðið er lengra? Mikilvægu skrefi er náð þegar börnunum hefur tekist að líta framhjá merkingu orðanna og einbeita sér að forminu og krefst það oft mikillar þjálfunar. Leiðbeiningar Áður en leikurinn hefst hefur kennarinn lagt tvö og tvö mismunandi löng orð með kubbum, einn kubb fyrir hvern staf. Einnig má skrifa orðin á spjöld (sjá orðalista). Orðin eiga að standa hvert undir öðru, stafur undir staf. Börnin mega ekki sjá orðin fyrirfram. Börnin sitja í hring. Kennarinn segir tvö orð, stutt og langt, og spyr börnin hvort orðið þau haldi að sé lengra. Þegar börnin hafa giskað sýnir kennarinn orðin lögð með kubb­ unum svo að allir geti séð hvort getið var rétt. Hjálpargögn Kubbar, gjarnan stafakubbar. Orðin eru skrifuð á stóra pappabúta klippt út svo að orðalengdin sé greinileg og eða orðin eru skrifuð á töfluna þannig að stafur sé undir staf (stafirnir standist á). Dæmi um leik Kennarinn: Hvort orðið haldið þið að sé lengra bíll eða járnbrautarlest? Börnin: Giska. Kennarinn: Sýnir orðin. Var rétt giskað? Rætt er um stutt og löng orð. Orðin sem taka mest pláss eru lengst. Þetta er endurtekið nokkrum sinnum. Tillögur um stutt og löng orð hús – eldspýtustokkur borg – sveitabær bolti – títuprjónshaus hjól – gullhringur lampi – kertaljós önd – fiðrildi 3L j á r n b r a u t a r l e s t b í l l fjall – eldavél fíll – randafluga kex – súkkulaðibitakaka bál – slökkviliðsbíll brú – hraðahindrun lamb – fimleikastúlka borð – segulbandstæki lás – lampaskermur merki – lögreglubifreið vegur – umferðarmerki bíll – mótorhjól húfa – reiðhjólahjálmur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=