Markviss málörvun

101 3K Stutt og löng orð Leiðbeiningar Þegar börnin hafa leikið sér nægilega vel að setningum og orðum má fara að tala um lengd orða. Kennarinn útskýrir og gefur dæmi um að það taki langan tíma að segja sum orð en bara stutta stund að segja önnur. Börnin sitja í hring. Kennarinn segir tvö orð, mislöng. Börnin hlusta og horfa á munninn á kennaranum sem spyr hvort orðið sé lengra. Þegar börnin hafa giskað sýnir kennarinn orðin tvö með kubbum, hver kubbur táknar einn staf, svo að allir geti séð hvort rétt sé giskað. Kennarinn ræðir um hve lengi var verið að segja hvort orð. Börnin reyna/ prófa með eigin munni hvernig maður finnur orðin og hve lengi þau finna munninn hreyfast meðan þau segja orðin. Börnin líta í spegil til að fylgjast með munnhreyfingunum. Til athugunar Sýnið börnunum einnig að orð geta verið jafnlöng. Í byrjun ætti að vera mikill munur á lengd orðanna. Hjálpargögn Speglar fyrir allan bekkinn. Kubbar, gjarnan stafakubbar. Dæmi um leik Kennarinn: Þegar ég segi orðið hjól tekur það bara augnablik. Þegar ég segi kappakstursbíll tekur það miklu lengri tíma. Börnin: Endurtaka í kór: Hjól, kappakstursbíll. Kennarinn: Giskið á hvort orðið er lengra. Hlustið vel á og horfið á munninn á mér. Takið eftir hve lengi munnurinn hreyfist: Hjól, kappakstursbíll. Börnin: Giska. Kennarinn: Sýnir orðin tvö með kubbunum, einn kubbur fyrir hvern staf, svo allir geti séð hvort rétt hafi verið giskað á. Kennarinn: Ræðir við börnin um að kappakstursbíll sé lengra orð af því að það taki lengri tíma að segja það. 3K

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=