Markviss málörvun

100 3J Að finna týnda orðið Leiðbeiningar Börnin sitja í hring. Kennarinn verður gleyminn, sleppir til dæmis orði úr setningu (segir humm í staðinn) eða skiptir um orð. Börnin hjálpa kennaranum að finna orðin sem vantar. Þegar barn hefur hjálpað kennaranum, til dæmis fundið orð sem passar, fær það kubb í verðlaun. Hjálpargögn Kubbar. Vísur sem börnin þekkja. Dæmi um leik Kennarinn: Segir setningu, sleppir orði úr henni og setur kubb í staðinn fyrir orðið, til dæmis: Ég … humm (leggur kubb) … safa . Kennarinn: Bendir á kubbinn. Hver getur hjálpað mér að finna orðið? Eitt barnið: Giskar á orðið sem vantar: Drekk. Ég drekk safa. Kennarinn: Ég … (leggur kubb) … safa. Eitt barnið: Giskar á orðið sem vantar, (til dæmis kaupi). O.s.frv. Tilbrigði Barn segir setningu sem orð vantar í. Tillögur Ég . í bíó. Þumalfingur . í sjóinn. Þú mátt . köku. Vísifingur . hann upp. Ég . hamborgara. Langatöng . hann heim. Baugfingur . á. Nota má vísur eða þulur: Litli putti anginn . frá Afi minn . á honum Rauð, eitthvað . á bæi o.s.frv. 3J

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=