Markviss málörvun

Áætlunin Markviss málörvun felur í sér kerfisbundin vinnubrögð í leik. Markmið leikjanna er að auka málvitund barnanna og er leikurinn notaður til að ná athygli þeirra og vekja áhuga um leið og leikþörf þeirra og leikgleði er mætt. Enda þótt miðað sé við að halda áætlun með leikina, röð þeirra og innihald verða börnin að hafa á tilfinningunni að það sé verið að leika sér og kennslan má aldrei verða yfirheyrsla. Viðhorf og aðferðir kennarans eru mikilvæg atriði í þessu sambandi, að einnig hann sé forvitinn og áhugasamur. Mikilvægt er að andrúmsloftið sé hlýlegt og afslappað og að öllum líði vel. Gott er að setjast í hring í heimakrók eða eitt hornið á stofunni, á teppi eða púða ef það er fyrir hendi. Áhersla skal lögð á félagslegt samspil barnanna og að fá öll börnin inn í leikinn. Það á að vera gaman hjá öllum. Það er alls ekki nauðsynlegt að fara í alla leikina heldur ætti að velja leiki sam­ kvæmt þörfum hópsins. Reynslan hefur sýnt að mikilvægt er að halda vissar reglur til að tryggja góðan árangur (sjá bls. 13). Leikirnir eru í sex aðalflokkum: 1. Hlustunarleikir 2. Rímleikir 3. Setningar og orð 4. Samstöfur 5. Forhljóð 6. Hljóðgreining Leikirnir eru hugsaðir sem hópleikir fyrir heilan bekk. Æskilegt getur þó verið að skipta börnunum í smærri hópa, einkum þegar líður á áætlunina, þ.e. þegar komið er að fyrstu hljóðgreiningu, forhljóðunum. Þá skilur oft á milli barnanna í bekknum, þeirra sem hafa hljóðgreininguna þegar á valdi sínu og hinna sem þurfa meiri tíma og endurtekningu til að ná þeirri færni. Skólanum er ætlað að örva mismunandi þroskasvið auk málþroska: vitrænan þroska, skynjun, félags- og tilfinningaþroska og hreyfiþroska. Þessir þættir skar­ ast á marga vegu og tengist málörvunin þeim öllum. Í Markvissri málörvun læra börnin að tjá sig og þau læra að hlusta. Margir leikirnir eru um leið hreyfileikir sem efla hreyfi- og félagsþroska. Allir leikirnir þjálfa athygli og einbeitingu. Þeir efla hugtakaskilning og víkka sjóndeildar­ hring barnanna. Hlustunarleikir Áætlunin Markviss málörvun hefst á hlustunarleikjum. Hlustun þjálfar athygli og einbeitingu og er mikilvæg undirstaða lestrarnámsins. Hlustunarleikirnir beina athygli barnanna að hljóðum í umhverfinu. Það að greina og hlusta á ýmis hljóð er góður undirbúningur fyrir greiningu málhljóða. Einnig þjálfa þeir 9 UM LEIKINA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=