Laxdæla saga

95 28. Guðrún flyst að Helgafelli Þessi tíðindi spyrjast brátt víða og þótti Bolli hinn mesti harmdauði. Guðrún sendi þegar menn á fund Snorra goða suður að Helgafelli. Hann brá skjótt við og kom í Sælingsdalstungu með sextíu menn. Snorri bauðst til að leita um sættir en Guðrún vildi ekki játa því fyrir Þorleik son sinn að taka fé fyrir víg Bolla. Hann var þá fjögurra vetra gamall. „Þykir mér þú, Snorri, það liðsinni mér mest veita,“ segir Guðrún, „að þú skiptir bústöðum við mig, svo að ég þurfi ekki að búa í nágrenni við þá Hjarðhyltinga.“ Snorri lofaði því en sagði þó að Guðrún yrði að búa þetta árið í Tungu. Ríður nú Snorri heim. Veturinn eftir fæddi Guðrún son sem var nefndur Bolli. Hann var snemma mikill vexti og fríður. Guðrún unni honum mikið. Um vorið eftir skiptust þau á löndum, Snorri goði og Guðrún. Snorri fluttist að Sælingsdalstungu og bjó þar meðan hann lifði. Guðrún fór til Helgafells og Ósvífur faðir hennar og setja þau þar saman reisulegt bú. Þar uxu þeir upp synir Guðrúnar, Þorleikur og Bolli. Maður hét Þorgils og var Hölluson. Hann bjó í Tungu í Hörðadal. Þorgils var mikill maður vexti og fríður og lét mikið yfir sér. Heldur var fátt með honum og Snorra goða; þótti Snorra hann afskiptasamur og láta bera mikið á sér. Þorgils gerði sér margt til erinda út á Snæfellsnes og kom þá jafnan við á Helgafelli. Hann bauð heim Þorleiki, syni Guðrúnar, og var hann löngum hjá Þorgilsi og lærði af honum lög. harmdauði er sá sem er látinn og er saknað

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=