86 Bolla til sektar en bað hann að bæta fyrir sig með fé. Það líkaði sonum Ólafs illa en hann sagði að svo yrði að vera meðan hann væri á fótum. Síðan fóru Ósvífurssynir úr landi og kom enginn þeirra til Íslands síðan. Ólafur réð því að Bolli og Guðrún keyptu land í Sælingsdalstungu og settu þar saman bú. Þar eignuðust þau son sem var nefndur Þorleikur. Ólafur lifði í þrjá vetur eftir að Kjartan var veginn. Halldór sonur hans tók við búi í Hjarðarholti eftir hann og var Þorgerður þar með honum. Hún var mjög heiftarfengin til Bolla og þótti sár fósturlaunin. Rifjið upp: 1. Þegar bræður Kjartans fréttu að hann hefði fallið vildu þeir drepa Bolla. Hvernig gat faðir þeirra fengið þá til að hætta við það? 2. Hver urðu endalok Hrefnu Ásgeirsdóttur? 3. Hvar var Kjartan grafinn? 4. Hvaða dóm fengu Ósvífurssynir fyrir að drepa Kjartan? 5. Bolli slapp með fjársektir. Hvers vegna? Til umræðu: • Lesið 7. kafla aftur og rifjið upp það sem þar segir um uppvöxt Bolla og Kjartans. Hvernig tóku Ólafur og Þorgerður Bolla þegar hann kom til þeirra sem barn? Afstaða þeirra eftir dráp Kjartans er ólík. Hvað gæti valdið?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=