Laxdæla saga

84 á mig svefn. Þá dreymdi mig sömu konuna og fyrr og þótti mér hún taka hrísið úr maganum og láta koma innyflin í staðinn.“ Síðan var bundið um sár Áns og varð hann heill og var kallaður Án hrísmagi. Rifjið upp: 1. Þorkell á Hafratindum varð var við að í uppsiglingu væri bardagi á Svínadal. Hvernig brást hann við? 2. Ósvífurssyni grunaði að Bolli ætlaði að vara Kjartan við þar sem þeir sátu fyrir honum. Hvernig leystu þeir það? 3. Hvernig rættist draumur Áns hrísmaga? 4. Kjartan talaði um níðingsverk. Hvaða verk var það? 5. Hver drap Kjartan, hvaða vopn notaði hann og hvaða áhrínsorð komu fram við það? 6. Hvað fannst Guðrúnu sérstaklega ánægjulegt við að Kjartan hefði verið drepinn? 7. Hverju svaraði Bolli? Til umræðu: • Hvað finnst ykkur um ákvörðun Þorkels á Hafratindum? Er þetta siðlegt? • Lesið 8. kafla aftur. Hvað var sagt þar sem kemur fram hér? • Skoðið samtal Guðrúnar við Bolla þegar hann kemur heim eftir að hafa drepið Kjartan. Hvað eru þau í rauninni að segja? • Hver á að ykkar mati mesta sök á vígi Kjartans?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=