Laxdæla saga

80 hvorir frá tíðindum eiga að segja, þó að ég eigi við nokkurn liðsmun.“ Síðan riðu Hólsmenn aftur vestur í Saurbæ en Kjartan hélt áfram með tvo menn með sér, Án og Þórarin bónda í Tungu. Rifjið upp: 1. Kjartan fór vestur í Saurbæ. Hvert var erindið? 2. Þórhalla málga bað hann að reka erindi fyrir sig í leiðinni. Hvert var það? 3. Hvert er hlutverk Þórhöllu málgu í sögunni? 4. Án svarta dreymdi draum. Hvað dreymdi hann? Hvað ætli draumurinn merki? 5. Þeir Ósvífurssynir fóru upp í Svínadal. Hvert var erindið? 6. Bolli ætlaði ekki að fara með þeim en Guðrún fékk hann til að skipta um skoðun. Hvað sagði hún við hann sem réði úrslitum um þátttöku hans í ferðinni? Til umræðu: • Þórhalla málga kom að Laugum og sagðist hafa hitt Kjartan. Hvernig lýsti hún Kjartani og hvað sagði hún um umræðuefni hans? Hver er tilgangur hennar með þessu? Hverju er hún að ná fram? • Hvers vegna fer Kjartan svo óvarlega þegar hann ríður fáliðaður yfir Svínadal? Munið að hann er búinn að segja Þórhöllu málgu allt um ferðir sínar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=