79 svínsminni var það kallað þegar fólk gleymdi fljótt því sem gerðist; þetta er í dag stundum kallað gullfiskaminni samfarir þýddi til forna sambúð slá banaráðum við e-n merkti að sækjast eftir lífi e-s Guðrún mælti: „Gott skaplyndi hefðuð þið fengið, ef þið væruð dætur einhvers bónda og létuð hvorki verða að ykkur gagn né mein. En eftir slíka svívirðingu og skömm sem Kjartan hefur ykkur gert, þá sofið þið eigi að minna þótt hann ríði hér hjá garði við annan mann og hafa slíkir menn mikið svínsminni.“ Þeir bræður spruttu þegar upp og klæddust. Síðan bjuggust þeir til að sitja fyrir Kjartani. Guðrún bað Bolla að fara með þeim. Bolli sagði að það sæmdi sér ekki að gera vegna frændsemi við Kjartan og minnti Guðrúnu á að Ólafur hefði alið sig upp af mikilli ástsemd. Guðrún svarar: „Satt segir þú það en eigi muntu bera giftu til að gera svo að öllum þyki vel og mun lokið okkar samförum ef þú skerst undan förinni.“ Og við fortölur Guðrúnar miklaði Bolli fyrir sér fjandskap Kjartans og vopnaðist. Urðu þeir níu saman, Ósvífurssynir, Bolli og heimamenn þeirra. Þeir riðu til Svínadals og námu staðar hjá gili því sem Hafragil heitir. Þar bundu þeir hesta sína og settust niður. Bolli lagðist upp við gilbrúnina og var þögull. Þegar Kjartan var kominn nokkuð suður í Svínadal bað hann fylgdarmenn sína frá Hóli að snúa aftur, sagðist ekki vilja láta menn hlæja að því að hann þyrði ekki að ríða sína leið fámennur. Sonur Auðar á Hóli svaraði og sagði að þeir skyldu láta það eftir honum að ríða ekki lengra. „En iðrast munum við þess ef við erum eigi viðstaddir ef þú þarft manna við í dag.“ Þá mælti Kjartan: „Eigi mun Bolli frændi minn slá banaráðum við mig. En ef þeir Ósvífurssynir sitja fyrir mér, þá er eigi reynt
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=