75 22. Jarðarkaup Í Sælingsdal, nokkurn veginn beint á móti Laugum, er bær sem heitir Sælingsdalstunga eða Tunga. Þar bjó maður sem Þórarinn hét. Hann var vinur beggja, Laugamanna og Hjarðhyltinga. Því líkaði honum illa fjandskapur þeirra og ákvað hann að selja jörð sína og flytjast í burtu. Bolli vildi kaupa jörðina því að Laugamenn höfðu lítið land en fjölda búfjár. Þau Bolli og Guðrún riðu í Tungu og sömdu um að kaupa jörðina af Þórarni. En ekki voru nógu margir vottar viðstaddir til að samningur þeirra væri löglegur. Kjartan Ólafsson spyr þessi tíðindi og ríður þegar við tólfta mann að heiman og kom í Sælingsdalstungu snemma dags. Fagnar Þórarinn honum vel og býður honum að vera þar. Kjartan sagðist ætla að ríða heim um kvöldið en kvaðst eiga erindi við Þórarin. Þórarinn spurði hvað það væri. Kjartan svarar: „Það er erindi mitt hingað að ræða um landkaup Bolla, því að mér er á móti skapi ef þú selur land þetta Bolla og Guðrúnu.“ Þórarinn sagði að sér hentaði vel að selja þeim landið, „því að verðið skal bæði vera ríflegt og gjaldast skjótt.“ Kjartan mælti: „Ekki skal þig í skaða þó að Bolli kaupi eigi landið, því að ég mun kaupa sama verði. Og ekki mun þér duga í móti að mæla því sem ég vil vera láta, því að ég vil hér mestu ráða í héraði og gera meir eftir annarra skaplyndi en Laugamanna.“ Þórarinn svarar: „Dýrt mun mér verða drottins orð um þetta mál. En það væri næst mínu skapi að kaup þetta væri kyrrt sem við Bolli höfum stofnað.“
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=