70 Um veturinn bauð Ósvífur til veislu á Laugum. Ólafur bað Kjartan að fara þangað með sér. Kjartan var tregur til en lofaði þó að fara. Hrefna fór líka og ætlaði að skilja moturinn eftir heima. Þorgerður húsfreyja spurði: „Hvenær skaltu upp taka slíkan ágætisgrip ef hann skal í kistum liggja þegar þú ferð til boða?“ Hrefna svarar: „Margir menn mæla það að ég eigi eftir að fara eitthvert, þar sem ég eigi færri öfundarmenn en á Laugum.“ Þorgerður gerði lítið úr því að fólk á Laugum öfundaði hana og tók Hrefna þá moturinn með sér. Þegar komið var að Laugum var tekið við klæðum þeirra Þorgerðar og Hrefnu. En daginn eftir leitar Hrefna að motrinum og finnur hann ekki. Guðrún sagði að líklega hefði Hrefna skilið moturinn eftir heima eða týnt honum á leiðinni. Hrefna sagði Kjartani að moturinn væri horfinn. Hann sagði föður sínum en Ólafur bað hann að láta á engu bera og sagðist ætla að reyna að komast að sannleikanum á laun. Kjartan svaraði að það kæmi sér ekki á óvart þótt Ólafur vildi gera sem minnst úr þessu og sagðist þó ekki vita hvort hann nennti að fara sífellt halloka fyrir Laugamönnum. Þegar Kjartan var að búa sig á burt úr veislunni sneri hann sér að Bolla og sagðist halda að gripahvörfin væru af völdum hans manna. Í haust hefði sverð hans verið tekið og umgerðin aldrei fundist; nú væri horfinn annar fémætur gripur og vildi hann hafa hvort tveggja aftur. Bolli neitaði að vera valdur að hvarfi gripanna og sagðist hafa átt á öðru von af Kjartani en að hann kenndi sér stuld. Kjartan fara halloka merkir að bíða ósigur, tapa
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=