Laxdæla saga

5 1. Unnur djúpúðga Ketill flatnefur hét höfðingi í Noregi þegar Haraldur konungur hárfagri lagði Noreg undir sig. Ketill vildi ekki verða undirmaður Haralds og ákvað að flýja land með fjölskyldu sína. Þá höfðu menn nýlega fundið Ísland. Synir Ketils, Björn og Helgi, vildu flytjast þangað. Þeir sögðu að þar væri hægt að nema land og þyrfti ekki að kaupa það. Þar væri líka mikið um hvalreka, lax í ám og góð fiskveiði í sjó. En Katli leist illa á að flytjast til Íslands og sagði: „Í þá veiðistöð kem ég aldrei á gamals aldri.“ Síðan sigldu synir Ketils til Íslands. Björn settist að á Snæfellsnesi og kallaði bæ sinn Bjarnarhöfn. Helgi nam land á Kjalarnesi og bjó á Esjubergi. En Ketill fluttist til Skotlands og hafði með sér dóttur sína sem hét Unnur og var kölluð Unnur djúpúðga. Þetta gerðist á víkingaöld. Margir norrænir menn sigldu þá til Bretlandseyja og lögðu jafnvel undir sig stór landsvæði. Þorsteinn, sonur Unnar, varð konungur yfir hálfu Skotlandi. En Skotar drápu hann á Katanesi á norðurodda Skotlands. Þá var Ketill líka dáinn og sá Unnur ekki annað ráð vænna en flýja land. Hún lét smíða sér skip á laun í skógi á Katanesi. Þegar það var fullbúið sigldi hún í burtu með börn Þorsteins sonar síns og fleira fólk og stefndi til Íslands. Þá var sagt að aldrei hefði kona komist á burt úr þvílíkum ófriði með jafnmikið fé og föruneyti. Af því má sjá að Unnur hafi verið mikið afbragð annarra kvenna. Skipið kom að Suðurlandi, að sandinum vestan við Ölfusárós. Þar brotnaði það í spón en allt fólk bjargaðist. Þá lagði Unnur af djúpúðga merkir hin vitra víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=