61 Þá gekk Kjartan til konungs og sagðist vera ferðbúinn. Konungur fylgdi honum til skips, gaf honum fagurt sverð og sagði: „Ég vænti þess að þú verðir eigi vopnbitinn maður, ef þú berð þetta sverð.“ Kjartan þakkaði konungi og fór síðan út á skip sitt. Þeir Kálfur og Kjartan komu skipi sínu í Borgarfjörð. Ólafur faðir Kjartans og Þuríður systir hans riðu þangað að taka á móti honum. Þangað kom líka Hrefna, systir Kálfs. Frétti Kjartan nú að þau Guðrún og Bolli væru gift og brá hann sér ekki við það. Kjartan bauð Þuríði að velja sér úr varningi sínum það sem hún vildi og það sama sagði Kálfur við Hrefnu. Dag einn gerði hvasst veður og hlupu þeir Kjartan út að festa skip sitt. Þegar þeir voru búnir að því gengu þeir heim í tjald sitt. Á meðan voru þær Þuríður og Hrefna að skoða í kistu þeirra og fundu moturinn. Þeim fannst hann mikil gersemi og setti Hrefna hann á höfuðið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=