56 þig lausan. Ég hef það líka fyrir satt að þú munir fátt sem er til skemmtunar á Íslandi, þá er þú situr á tali við Ingibjörgu konungssystur.“ Hún var þá með hirð Ólafs konungs og þótti þeirra kvenna fríðust er þá voru þar í landi. Kjartan bað hann að tala ekki þannig, „en bera skaltu frændum mínum kveðju mína – og svo vinum.“ Eftir það sigldu þeir Gissur, Hjalti og Bolli til Íslands. Þeir komu á land í Vestmannaeyjum og fóru þaðan til Alþingis. Þar boðuðu Gissur og Hjalti kristna trú, og samþykktu Íslendingar þá að taka kristni. Á Alþingi hitti Bolli Ólaf páa, fóstra sinn, og reið með honum vestur í Hjarðarholt. Rifjið upp: 1. Ólafur konungur sendi mann til Íslands til að boða Íslendingum kristni. Hver var það? 2. Bolli sneri aftur heim til Íslands. Hve langan tíma höfðu þeir frændur þá verið í Noregi? 3. Hvers vegna fór Kjartan ekki með Bolla til Íslands? Til umræðu: • Hvað er Bolli að gefa í skyn þegar hann talar um Ingibjörgu konungssystur við Kjartan? • Í 12. kafla segir frá því að Kjartan bað Guðrúnu að bíða eftir sér í þrjá vetur. Nú eru þeir þrír vetur liðnir og hann fer ekki til Íslands heldur situr við hirð Ólafs konungs. Er hann að svíkja Guðrúnu?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=