Laxdæla saga

52 14. Kjartan og Bolli gerast konungsmenn Morguninn eftir boðaði konungur Íslendingana á fund. Þar stóð hann upp og spurði þá hvort þeir vildu taka skírn. Þeir tóku lítið undir það. Konungur segir að þeir taki þá þann kostinn sem muni verða verri fyrir þá, „eða hverjum ykkar þótti það ráðlegast að brenna mig inni?“ Þá svarar Kjartan: „Það munuð þér ætla að sá maður hafi ekki einurð til að gangast við því, en hér máttu þann sjá.“ „Sjá má ég þig,“ segir konungur. „En fyrir þá sök að ég vissi eigi hvort hugur fylgdi máli þínu, en drengilega er við gengið, þá skal ég ekki taka þig af lífi fyrir þessa sök. Kann og vera að þú haldir því betur trúna sem þú mælir meir í mót henni en aðrir. Farið nú í friði, hvert sem þið viljið, af þessum fundi. Skal eigi pynta ykkur til kristni að sinni, því að Guð mælir svo að hann vill að enginn komi nauðugur til hans.“ Síðan var fundinum slitið. Á eftir eggjuðu margir kristnir menn konung að neyða þá Kjartan til að taka kristni. Þótti þeim óráðlegt að hafa svo marga heiðna menn nærri sér. Konungur svaraði reiðilega og sagði að margir kristnir menn væru ekki jafn vel siðaðir sem Kjartan og sveit hans, „og skal slíkra manna lengi bíða.“ Þennan vetur lét konungur gera kirkju í Niðarósi og var lokið við hana um jól. Þá sagði Kjartan að þeir skyldu ganga svo nærri kirkjunni að þeir gætu séð aðferðir kristinna manna. Margir tóku undir það og sögðu að það mundi vera mikil skemmtun. Gengur nú Kjartan með menn sína að kirkjunni og horfa þeir á. einurð merkir djörfung, hreinskilni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=