Laxdæla saga

50 kristni. Konungur sagðist hafa barist við meira ofurefli en þorpara í Þrándheimi. Urðu menn þá hræddir og létu margir skíra sig til kristni. Um kvöldið sendi konungur menn til bústaðar Íslendinga og bað þá að komast að því hvað þeir töluðu sín á milli. Þeir gera það og heyra að Kjartan segir við Bolla: „Hversu fús ertu, frændi, að taka við trú þeirri er konungur býður?“ „Ekki er ég til þess fús,“ svarar Bolli, „því að mér finnst trú þeirra heldur veikleg.“ Kjartan spyr: „Þótti þér konungurinn ekki hafa í hótunum við þá sem ekki vildu ganga undir hans vilja?“ Bolli sagðist hafa heyrt að þeir mundu sæta miklum afarkostum af konungi sem vildu ekki taka kristni. „Einskis manns nauðungarmaður vil ég vera,“ segir Kjartan, „meðan ég má upp standa og vopnum valda. Þykir mér það lítilmannlegt að vera tekinn sem lamb úr stekk eða melrakki úr gildru. Þykir mér hinn kosturinn miklu betri, ef maður skal þó deyja, að vinna nokkuð það áður er lengi sé uppi haft síðan.“ Bolli spyr: „Hvað viltu gera?“ „Ekki mun ég því leyna,“ segir Kjartan, „brenna konunginn inni.“ „Ekki kalla ég þetta lítilmannlegt,“ segir Bolli, „en eigi mun þetta framgengt verða. Mun konungur vera giftudrjúgur og hamingjumikill. Hann hefur og örugg varðhöld dag og nótt.“ stekkur var fjárrétt, þar sem lambakró var hlaðin innst melrakki merkir refur er lengi sé uppi haft síðan merkir það sem geymist í minni manna lengi giftudrjúgur merkir gæfusamur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=