Laxdæla saga

44 Rifjið upp: 1. Hver var Bróka-Auður? Hvers vegna fékk hún þetta viðurnefni? 2. Hvað hét annar eiginmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur? 3. Hvernig brást Bróka-Auður við þegar eiginmaður hennar var farinn að búa með annarri konu? 4. Hver urðu endalok Þórðar Ingunnarsonar? Til umræðu: • Hver skyldi vera tilgangur Guðrúnar með því að hefja orðræðu við Þórð um uppnefni sem kona hans hefur? • Þórður skilur við konu sína á þeim forsendum að hún gekk í síðum buxum. Hvað segir þetta okkur um það samfélag sem við erum að lesa um? • Hvað á Þórður við þegar hann segir að Auður hafi átt rétt til þess að særa hann með saxinu? Til athugunar: 1. Rifjið nú upp draum Guðrúnar sem táknaði annað hjónaband hennar. Hvernig var hann?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=